Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Hinrik Wöhler skrifar 22. febrúar 2025 17:44 Frá leik Vals fyrr á tímabilinu Valskonur eru í góðri stöðu eftir 28-21 sigur á Slavía Prag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun. Valskonur byrjuðu af miklum krafti, komust í 4-0 í upphafi og leiddu 17-11 eftir fyrri hálfleikinn. Gestunum tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiks en þá stigu Valskonur aftur á bensíngjöfina og tryggðu sér öruggan sigur. Lokatölur 28-21 og Valskonur nánast með annan fótinn í undanúrslitum Evrópubikarsins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun að Hlíðarenda. Valur Handbolti
Valskonur eru í góðri stöðu eftir 28-21 sigur á Slavía Prag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun. Valskonur byrjuðu af miklum krafti, komust í 4-0 í upphafi og leiddu 17-11 eftir fyrri hálfleikinn. Gestunum tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiks en þá stigu Valskonur aftur á bensíngjöfina og tryggðu sér öruggan sigur. Lokatölur 28-21 og Valskonur nánast með annan fótinn í undanúrslitum Evrópubikarsins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun að Hlíðarenda.
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti