Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 16:58 Martin Ödegaard, Gabriel og Declan Rice áhyggjufullir á svip í leiknum í dag. Vísir/Getty Arsenal fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið tapaði gegn West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Sóknarleikur liðsins var bragðdaufur og þá luku þeir leiknum manni færri eftir rautt spjald í seinni hálfleiknum. Arsenal átti mögulega á því að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fimm stig ef liðið ynni sigur á West Ham. Liverpool hefur aðeins verið að hiksta í síðustu leikjum og því mikilvægt fyrir Arsenal að nýta sénsinn á sínum heimavelli. Það gekk hins vegar ekki eftir. Sóknarleikur Arsenal var daufur lengst af og liðinu gekk bölvanlega að skapa sér alvöru marktækifæri. Undir lok fyrri hálfleiks kom Jarrod Bowen Hömrunum síðan yfir þegar hann skoraði með skalla úr markteignum eftir góðan undirbúning Aaron Wan-Bissaka. Jarrod Bowen skorar hér sigurmark West Ham í dag.Vísir/Getty Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum. Fyrsta skot Arsenal sem reyndi eitthvað á Alphonse Areola í marki gestanna kom á 63. mínútu og nokkrum mínútum síðar fékk Myles Lewis-Skelly rautt spjald eftir klaufagang í vörninni en hann missti þá boltann til Mohammed Kudus sem aftasti varnarmaður. Dómarinn Craig Pawson gaf fyrst gult spjald en fór síðan í skjáinn og gaf Lews-Skelly á endanum rautt spjald fyrir að ræna Kudus upplögðu marktækifæri enda var mark Arsenal galopið hefði Kudus getað haldið áfram þar sem markvörðuinn David Raya var langt fyrir utan eigin vítateig. 🔴⚪️⚠️ It’s 5 red cards for Arsenal in Premier League this season after Myles Lewis-Skelly sent off today. pic.twitter.com/9S6a302MDD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 22, 2025 Það sem eftir lifði leiks voru leikmenn Arsenal með boltann nánast allan tímann en fundu ekki glufur á sterkri vörn West Ham. Mesta hættan skapaðist þegar Arsenal fékk aukaspyrnu í vítateigsboganum en öllum að óvörum var það Raheem Sterling sem tók spyrnuna og var hún algjörlega misheppnuð. West Ham fagnaði því góðum 1-0 sigri og eru nú með þrjátíu stig í 16. sæti og fá smá andrými í fallbaráttunni. Arsenal er áfram í 2. sæti og er átta stigum á eftir Liverpool þegar liðin hafa leikið jafnmarga leiki. Enski boltinn
Arsenal fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið tapaði gegn West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Sóknarleikur liðsins var bragðdaufur og þá luku þeir leiknum manni færri eftir rautt spjald í seinni hálfleiknum. Arsenal átti mögulega á því að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fimm stig ef liðið ynni sigur á West Ham. Liverpool hefur aðeins verið að hiksta í síðustu leikjum og því mikilvægt fyrir Arsenal að nýta sénsinn á sínum heimavelli. Það gekk hins vegar ekki eftir. Sóknarleikur Arsenal var daufur lengst af og liðinu gekk bölvanlega að skapa sér alvöru marktækifæri. Undir lok fyrri hálfleiks kom Jarrod Bowen Hömrunum síðan yfir þegar hann skoraði með skalla úr markteignum eftir góðan undirbúning Aaron Wan-Bissaka. Jarrod Bowen skorar hér sigurmark West Ham í dag.Vísir/Getty Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum. Fyrsta skot Arsenal sem reyndi eitthvað á Alphonse Areola í marki gestanna kom á 63. mínútu og nokkrum mínútum síðar fékk Myles Lewis-Skelly rautt spjald eftir klaufagang í vörninni en hann missti þá boltann til Mohammed Kudus sem aftasti varnarmaður. Dómarinn Craig Pawson gaf fyrst gult spjald en fór síðan í skjáinn og gaf Lews-Skelly á endanum rautt spjald fyrir að ræna Kudus upplögðu marktækifæri enda var mark Arsenal galopið hefði Kudus getað haldið áfram þar sem markvörðuinn David Raya var langt fyrir utan eigin vítateig. 🔴⚪️⚠️ It’s 5 red cards for Arsenal in Premier League this season after Myles Lewis-Skelly sent off today. pic.twitter.com/9S6a302MDD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 22, 2025 Það sem eftir lifði leiks voru leikmenn Arsenal með boltann nánast allan tímann en fundu ekki glufur á sterkri vörn West Ham. Mesta hættan skapaðist þegar Arsenal fékk aukaspyrnu í vítateigsboganum en öllum að óvörum var það Raheem Sterling sem tók spyrnuna og var hún algjörlega misheppnuð. West Ham fagnaði því góðum 1-0 sigri og eru nú með þrjátíu stig í 16. sæti og fá smá andrými í fallbaráttunni. Arsenal er áfram í 2. sæti og er átta stigum á eftir Liverpool þegar liðin hafa leikið jafnmarga leiki.