Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 09:03 Svona var aðkoman eftir öll herlegheitin. Vísir/Vilhelm Rúta sem festist á túni við Höfða í gær olli miklu tjóni. Ökumaðurinn var reynslulítill en rútufyrirtækið ætlar sér að greiða allt tjón. Verkefnastjóri segir algengt að rútubílstjórar keyri á túninu. Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41