Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 10:54 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59
Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur