Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:02 Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar