Frá þessu greinir Ríkisútvarpið og vísar í orð Daða Más Kristóferssonar, sem segir kílómetragjaldið „óumflýjanlegt“.
Fjármála- og efnhagsráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannessonar kynnti í júlí í fyrra til samráðs mál um að kílómetragjald yrði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Sambærilegt gjald var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um þarsíðustu áramót.
Frumvarp um kílómetragjaldið dagaði uppi á síðasta þingi en nú virðist ný ríkisstjórn ætla að keyra málið í gegn. Í samtali við Rúv segir Daði Már að tekið hafi verið tillit til athugasemda, meðal annars varðandi tvísköttun á strandsiglinum.
Mikilvægt sé að breytingin verði kynnt vel, enda sé hún stór og mikilvægt að fólk skilji í hverju hún felst.