Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar 18. febrúar 2025 21:33 Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun