„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. febrúar 2025 19:28 Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“ Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“
Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira