Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Jón Þór Stefánsson skrifar 18. febrúar 2025 14:01 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur sem rennur út í dag. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur verið staðfestur af Landsrétti. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag, en ekki liggur fyrir hvort það verði framlengt. Fyrri árásin sem maðurinn er grunaður um er sögð hafa átt sér stað í lok ágústmánaðar. Fram kemur að maðurinn hafi dvalið hjá unnustu sinni í búsetuúrræði, en þar er hann grunaður um að hafa ráðist á konu í úrræðinu veitt henni áverka. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þá árás, en henni er ekki lýst nánar í úrskurðinum. Brotaþoli lá bólginn og blóðugur Seinni árásin mun hafa átt sér stað 1. febrúar síðastliðinn, en nokkrum dögum áður var manninum tilkynnt að íslensk stjórnvöld hygðust hlutast til um flutning hans frá landinu. Þá var honum gert að sinna tilkynningarskyldu á lögreglustöð alla virka daga næstu 28 daga. Maðurinn er sagður hafa sinnt tilkynningarskyldunni fyrstu þrjá dagana, en svo sagst ekki geta komist vegna veikinda og slæms veðurs. Daginn eftir var óskað eftir aðstoð lögreglu á dvalarstað mannsins. Þegar lögreglu bar að garði lýstu vitni því að maðurinn hefði gengið í skrokk á öðrum manni sem dvaldi þar líka. Hinn grunaði er sagður hafa verið sjáanlega undir áhrifum áfengis og hann hafi streist gríðarlega á móti handtöku. Fram kemur að föt mannsins og hendur hans hafi verið blóðugar. Á meðan hafi maðurinn sem varð fyrir meintri árás legið í herbergi sínu alblóðugur og bólginn í andlitinu. Umrætt herbergi hafi verið í rúst og ýmsir munir brotnir. Hinn grunaði var handtekinn samdægurs en sleppt að lokinni skýrslutöku daginn eftir. Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði árásarmanninn hafa ráðist á sig ítrekað með krepptum hnefa. Þá hafi hann kastað í hann þungum hlutum eins og rafmagnsofni og örbylgjuofni. Lögreglan rannsakaði vettvang tveimur dögum eftir árásina og lagði þá hald á brotinn og blóðugan örbylgjuofn, blóðuga fartölvu, blóðugan tréstól, skrifstofustól og rafmagnsofn. Líka grunaður um að ráðast á unnustuna Unnusta árásarmannsins tjáði lögreglu að hún hefði reynt að ganga á milli mannanna til að vernda þann sem varð fyrir árásinni frá árásarmanninum, en hann hafi þá lamið hana oft í höfuðið. Jafnframt óttaðist konan að hún væri puttabrotin. Tveimur dögum eftir árásina var maðurinn sem varð fyrir henni enn inniliggjandi á Landspítalanum, en fram kom að hann yrði það áfram næstu daga. Í úrskurðinum segir að hann sé margrifbrotinn og með brotið vinstra herðablað. Áætlað væri að hann yrði mænudeyfður vegna áverkanna og að hann myndi þurfa í aðgerð. Þar að auki væri hann mjög bólginn í framan. Vegna alvarleika árásarinnar, en líka vegna þess að hann er grunaður um að aðra árás og ólöglega dvöl hér á landi, og þar að auki vegna þess að hann hefur vanrækt tilkynningarskyldu að minnsta kosti einu sinni, var tekin ákvörðun um að handtaka hann á ný og fara fram á gæsluvarðhald. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Að mati dómsins er hætta á því að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins myndi hann ganga laus, til að mynda með því að hafa áhrif á vitni. Þá væri hætta á því að hann myndi reyna að komast úr landi, eða komast undan málsókn með öðrum hætti.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels