Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun