Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 14:47 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lét sig ekki vanta á öryggisráðstefnuna í Munchen um helgina en í dag sækir hún óformlegan leiðtogafund í París. AP/Matthias Schrader Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO. Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska forsætisráðuneytinu en líkt og fram hefur komið boðaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti til fundarins með skömmum fyrirvara í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í tengslum við boðaðar friðarviðræður Bandaríkjanna við Rússa vegna Úkraínu og sterk skilaboð frá Bandaríkjastjórn til Evrópu hvað varðar öryggismál í álfunni. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast á fundi í Sádi-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu eru á dagskrá, án þátttöku Úkraínu eða annarra Evrópuríkja. „Við þurfum að auka hernaðarstuðning við Úkraínu, við þurfum að framleiða meira og við þurfum að gera það hraðar. Og svo verðum við að afnema hömlur á vopnanotkun Úkraínumanna svo þeir geti í raun varið sig gegn Rússum án þess að vera með aðra hönd fasta fyrir aftan bak. „Vopnahlé má ekki leiða til endurvopnunar Rússa, með tilheyrandi nýjum árásum Rússa,“ er haft eftir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í tilkynningunni. „Ég hlakka til að ræða þetta allt í París og ég er ánægð með að Macron forseti hafi átt frumkvæðið að fundinum. Ég skynja nýja evrópska staðfestu, alvarleika og drifkraft sem er nauðsynlegur,“ segir Mette. Sjá einnig: Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Fundurinn sem er sagður óformlegur og boðaður var með skömmum fyrirvara fer fram í Élysée-höllinni í París. Líkt og fram hefur komið verður Frederiksen fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundinum. Auk hennar og Frakklandsforseta taka þátt leiðtogar Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Póllands, Spánar og Hollands, auk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri NATO.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent