„Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 12:14 Bandaríkjamenn hafa talað fyrir bættum samskiptum milli Ísraela og Sáda en síðarnefndu hafna alfarið hugmyndum Trump um brottflutning íbúa frá Gasa. AP/Ariel Schalit Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður munu eiga fund með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi Arabíu, í dag eða síðar í vikunni. Samkvæmt Guardian hefur ekki verið rætt um það að formlegar viðræður muni eiga sér stað milli Rubio og ráðamanna Sádi Arabíu um hugmyndir Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að Arabaríkin, aðallega Egyptaland og Jórdanía, taki á móti tveimur milljónum Palestínumanna frá Gasa. Þó verður að teljast líklegt að þær muni bera á góma en Sádar hafa hafnað tillögunni og fara fyrir nefnd sem er að smíða nokkurs konar móttillögu, sem felur í sér endurreisnarsjónð fjármagnaðan af ríkjunum við Persaflóa án aðkomu Hamas. Mohammed bin Salman hefur sagt að Sádar muni ekki geta átt í eðlilegum diplómatískum samskiptum við Ísrael, sem Bandaríkjamenn hafa unnið að, án þess að vegurinn verði ruddur fyrir sjálfstæða Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn ynnu að því að með Bandaríkjamönnum að láta fyrirætlanir Trump ganga eftir. Þær miða að brottflutningi íbúa og uppbyggingu Gasa sem ferðamannaparadísar í eigu Bandaríkjanna, nú eða hans sjálfs hreinlega. Sendinefnd frá Ísrael er væntanleg til Kaíró í dag þar sem þess verður freistað að ná saman um útfærslu næstu skrefa vopnahléssamkomulagsins við Hamas. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð vilja fá sex eftirlifandi gísla í haldi Hamas afhenta næstu helgi. Netayahu sagði í gær, eftir fund með Rubio, að Trump hefði heitið því að aðstoða Ísraelsmenn að „klára málið“ varðandi Íran. Hann og Rubio hefðu verið sammála um að Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn og að halda þyrfti aftur af þeim á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sádi-Arabía Íran Palestína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Samkvæmt Guardian hefur ekki verið rætt um það að formlegar viðræður muni eiga sér stað milli Rubio og ráðamanna Sádi Arabíu um hugmyndir Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að Arabaríkin, aðallega Egyptaland og Jórdanía, taki á móti tveimur milljónum Palestínumanna frá Gasa. Þó verður að teljast líklegt að þær muni bera á góma en Sádar hafa hafnað tillögunni og fara fyrir nefnd sem er að smíða nokkurs konar móttillögu, sem felur í sér endurreisnarsjónð fjármagnaðan af ríkjunum við Persaflóa án aðkomu Hamas. Mohammed bin Salman hefur sagt að Sádar muni ekki geta átt í eðlilegum diplómatískum samskiptum við Ísrael, sem Bandaríkjamenn hafa unnið að, án þess að vegurinn verði ruddur fyrir sjálfstæða Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn ynnu að því að með Bandaríkjamönnum að láta fyrirætlanir Trump ganga eftir. Þær miða að brottflutningi íbúa og uppbyggingu Gasa sem ferðamannaparadísar í eigu Bandaríkjanna, nú eða hans sjálfs hreinlega. Sendinefnd frá Ísrael er væntanleg til Kaíró í dag þar sem þess verður freistað að ná saman um útfærslu næstu skrefa vopnahléssamkomulagsins við Hamas. Stjórnvöld í Ísrael eru sögð vilja fá sex eftirlifandi gísla í haldi Hamas afhenta næstu helgi. Netayahu sagði í gær, eftir fund með Rubio, að Trump hefði heitið því að aðstoða Ísraelsmenn að „klára málið“ varðandi Íran. Hann og Rubio hefðu verið sammála um að Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn og að halda þyrfti aftur af þeim á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sádi-Arabía Íran Palestína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira