Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 22:42 Albert Guðmundsson er fyrrverandi formaður Heimdallar og formaður Varðar. Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. „Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
„Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira