Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir gamaldagskreddutal hafa orðið til þess að slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira