Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 10:03 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“ Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“
Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira