Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 10:03 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“ Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“
Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira