Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar 15. febrúar 2025 23:00 Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðnuveiðar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar