Sér samninginn endurtekið í hyllingum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 23:10 Verkföll eru framundan. Boðuð hafa verið verkföll í leik- og grunnskólum vegna kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands vonar að ný verkfallsboðun setji aukinn þrýsting á samningsaðila. Hann er bjartsýnn á að samið verði fyrr en síðar. Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira
Verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst þann 3. mars næstkomandi í Kópavogsbæ en þar eru 22 leikskólar. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi fara einnig í verkfall 3. mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Þá hefst atkvæðagreiðsla um ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðarbyggðar eftir helgi. Fyrr í mánuðinum voru aðgerðir Kennarasambandsins, sem náðu til þrettán leikskóla og sjö grunnskóla dæmd ólögmæt af Félagsdómi. Einungis verkfall í leikskólanum í Snæfellsnesbæ var talið löglegt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vonar að nýja verkfallsboðunin hafi ekki áhrif á samningaviðræður milli kennara, ríkis og sveitarfélaga. „Það hefur náðst árangur í mörgu finnst mér, við höfum verið í góðri umræðu við launagreiðendur um virðismatsvegferðina sem að ríkissáttasemjari hefur verið að leggja svolítið til og bæði forsætisráðherra og formaður sambandsins hafa stutt. Við lendum í því að síðasta sunnudag kemur Félagsdómur sem að dæmir þær aðgerðir sem voru ólöglegar. Það auðvitað kom okkur mjög á óvart og veit ég fleiri lögfræðingum í opinberum launþegasamtökum. Við fórum strax um kvöldið að lesa hvað væri leyfilegt og það var ákveðið fordæmi í þeim eina leikskóla sem var dæmdur í löglegu verkfalli,“ segir Magnús Þór. „Því miður hefur það verið þannig í þessum viðræðum að það hefur yfirleitt verið mesti fókusinn á viðræður þegar það eru aðgerðir á leiðinni eða í gangi.“ Vildu dreifa verkföllunum Ákveðið var að verkföll yrðu í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem að ekki hafa verið verkföll þar áður. „Það var ástæðan það. Við höfðum verið að dreifa verkföllunum í grunnskólunum á álíka staði. Þetta er þannig núna að við vorum að velja sveitarfélög en ekki einstaka skóla. Það eru aðildarfélög KÍ hvert og eitt sem að velja ákveðna skóla og núna þá sveitarfélög sem urðu fyrir valinu. Þetta var niðurstaðan,“ segir Magnús. Framundan eru einnig ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla sem hefjast 21. febrúar. Magnús vonar að yfirvofandi verkfall hjálpi samningsaðilum að semja sem fyrst. Hann er bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Mér finnst við oft síðustu daga hafa verið á þeim stað að við gætum farið yfir þessa síðustu brú,“ segir Magnús. „Það er löngu kominn tími á að við klárum þessa kjarasamninga.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira