„Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 18:54 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. Vísir/Stefán Margir gengu ósáttir út af hitafundi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagi gerir athugasemdir við fundarstjórn en formaðurinn segir miður að einhverjir hafi ekki komist inn á fundinn. Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira