Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. febrúar 2025 17:15 Guðlaugur Victor spilaði meðal annars í Bandaríkjunum og hefur farið víða um Evrópu. Hann er aðeins þreyttur á flutningum. Andrew Katsampes/ISI Photos/Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson kann vel við sig í sjávarbænum Plymouth á suðvesturhorni Englands. Hann er ekki farinn að huga mikið að næstu skrefum en er ekki á heimleið í bráð. Guðlaugur samdi við Plymouth Argyle síðasta sumar og býr við sjávarsíðuna í því sem hann kallar sjálfur „Mónakó Englands“. „Þetta er mjög fallegur staður þegar himininn er blár og sólin skín. Ég kalla þetta Mónakó Englands. Þetta er rosa fínt og fallegur hluti Englands. Lífið er mjög fínt hérna,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við íþróttadeild. Hann er því fluttur til Englands í annað sinn, eftir að hafa verið á mála hjá Liverpool sem ungur maður frá 2009 til 2012. Síðan þá hefur Guðlaugur spilað í níu löndum, að Englandi meðtöldu. Hann er kominn með gott af flakki í bili og vonast til að vera til loka samnings síns í Plymouth, sem nær til sumarsins 2026. „Ég er orðinn mjög þreyttur á því. Ég get alveg viðurkennt það. Ég segi alltaf: Hér ætla ég að vera í þrjú ár og ætla að vera allan samningstímann. Svo gerist lífið og kemur eitthvað upp. Enda er ég núna að verða gamall í þessum fótboltaheimi og endirinn er nær manni. Svo ég kannski hætti að flytja í nánustu framtíð,“ segir Guðlaugur Victor. En er hann þá farinn að huga að flutningum heim eða eitthvað slíkt? „Nei, svo sem ekki. Líkaminn er góður, mér líður vel. Auðvitað eru hugsanir manns öðruvísi núna en þær voru fyrir nokkrum árum af því að maður er að verða 34 ára. En ég á 18 mánuði eftir af samningnum hér. Hver veit hvort ég verði hér út samninginn en eins og ég segi held ég að þetta sé bara einn dagur í einu og sjá hvernig hlutirnir þróast,“ segir Guðlaugur Victor. Guðlaugur var tekinn tali á dögunum en um hálftíma langt viðtalið má heyra í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Guðlaugur samdi við Plymouth Argyle síðasta sumar og býr við sjávarsíðuna í því sem hann kallar sjálfur „Mónakó Englands“. „Þetta er mjög fallegur staður þegar himininn er blár og sólin skín. Ég kalla þetta Mónakó Englands. Þetta er rosa fínt og fallegur hluti Englands. Lífið er mjög fínt hérna,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við íþróttadeild. Hann er því fluttur til Englands í annað sinn, eftir að hafa verið á mála hjá Liverpool sem ungur maður frá 2009 til 2012. Síðan þá hefur Guðlaugur spilað í níu löndum, að Englandi meðtöldu. Hann er kominn með gott af flakki í bili og vonast til að vera til loka samnings síns í Plymouth, sem nær til sumarsins 2026. „Ég er orðinn mjög þreyttur á því. Ég get alveg viðurkennt það. Ég segi alltaf: Hér ætla ég að vera í þrjú ár og ætla að vera allan samningstímann. Svo gerist lífið og kemur eitthvað upp. Enda er ég núna að verða gamall í þessum fótboltaheimi og endirinn er nær manni. Svo ég kannski hætti að flytja í nánustu framtíð,“ segir Guðlaugur Victor. En er hann þá farinn að huga að flutningum heim eða eitthvað slíkt? „Nei, svo sem ekki. Líkaminn er góður, mér líður vel. Auðvitað eru hugsanir manns öðruvísi núna en þær voru fyrir nokkrum árum af því að maður er að verða 34 ára. En ég á 18 mánuði eftir af samningnum hér. Hver veit hvort ég verði hér út samninginn en eins og ég segi held ég að þetta sé bara einn dagur í einu og sjá hvernig hlutirnir þróast,“ segir Guðlaugur Victor. Guðlaugur var tekinn tali á dögunum en um hálftíma langt viðtalið má heyra í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira