Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2025 15:59 Halla Tómasdóttir forseti en sæmilega ætti að fara um hana og fjölskylduna eftir að búið er að uppfæra húsakynni þeirra að Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við bústað Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og fjölskyldu hennar á Bessastöðum fóru talsvert fram úr áætlun. Samþykktar höfðu verið 86 milljónir í verkið en kostnaðurinn endaði í 120.508.269 krónum. Vísir greindi frá því í október að auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta væru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. „Ekki var gert ráð fyrir kostnaði við forsetaskipti í fjárlögum 2024 sem voru samþykkt síðasta vetur. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, greindi frá því í nývarpsávarpi að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum sem fóru fram 1. júní.“ Í fréttinni sagði jafnframt að stærsti hluti upphæðarinnar, 86 milljónir króna, væru hugsaðar til að mæta kostnaði vegna öryggismála ásamt því sem er lýst sem nauðsynlegum endurbótum á íbúðarhúsnæði forseta og fjölskylda hans á Bessastöðum sem brýnt hafi verið að ráðast í vegna forsetaskiptanna. Nú liggur fyrir að kostnaður vegna þessa fór talsvert fram úr fjárheimildum en bæði fréttastofa Ríkisútvarpsins sem og Heimildin greina frá þessu nú síðdegis. Framkvæmdir við bústað forsetans fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Framkvæmdirnar gengur út á hefðbundna endurnýjun lagna en þær sneru einnig að aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári. Sundurliðaður kostnaður vegna uppfærslu á bústað forsetans á Bessastöðum. Samkvæmt svari frá forsetaembættinu var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn merktur „Innréttingar og uppsetning á þeim“ eða sem nam rúmum 45 milljónum króna. En ýmislegt annað var uppfært svo sem ísskápur og frystir, gaseldavél með ofni og uppþvottavél. Flutningar og tryggingar á búslóð Höllu og fjölskyldu kostuðu tæpar 5,7 milljónir króna. Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Hörður Ellert áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Sjá meira
Vísir greindi frá því í október að auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta væru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. „Ekki var gert ráð fyrir kostnaði við forsetaskipti í fjárlögum 2024 sem voru samþykkt síðasta vetur. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, greindi frá því í nývarpsávarpi að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum sem fóru fram 1. júní.“ Í fréttinni sagði jafnframt að stærsti hluti upphæðarinnar, 86 milljónir króna, væru hugsaðar til að mæta kostnaði vegna öryggismála ásamt því sem er lýst sem nauðsynlegum endurbótum á íbúðarhúsnæði forseta og fjölskylda hans á Bessastöðum sem brýnt hafi verið að ráðast í vegna forsetaskiptanna. Nú liggur fyrir að kostnaður vegna þessa fór talsvert fram úr fjárheimildum en bæði fréttastofa Ríkisútvarpsins sem og Heimildin greina frá þessu nú síðdegis. Framkvæmdir við bústað forsetans fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Framkvæmdirnar gengur út á hefðbundna endurnýjun lagna en þær sneru einnig að aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári. Sundurliðaður kostnaður vegna uppfærslu á bústað forsetans á Bessastöðum. Samkvæmt svari frá forsetaembættinu var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn merktur „Innréttingar og uppsetning á þeim“ eða sem nam rúmum 45 milljónum króna. En ýmislegt annað var uppfært svo sem ísskápur og frystir, gaseldavél með ofni og uppþvottavél. Flutningar og tryggingar á búslóð Höllu og fjölskyldu kostuðu tæpar 5,7 milljónir króna.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Hörður Ellert áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Sjá meira