Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 17:27 Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Landsbankinn Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir vinnubrögð Landsbankans og þær reglur sem bankinn hefur viðhaft vegna lána til íbúðarhúsnæðis í dreifbýli. Sveitarstjórnin telur röksemdir bankans ekki standast skoðun og er það mat sveitarstjórnar að nálgun bankans hafi neikvæð áhrif og geri einkaaðilum og sveitarfélögum erfitt fyrir í þeirri uppbyggingu sem hafi staðið yfir og framundan sé á svæðinu. Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl. Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl.
Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira