Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 15:32 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið biðst velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi umboðsmanns. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur beðist velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi frá umboðsmanni Alþingis um réttindagæslu fatlaðs fólks sem ráðuneytinu barst frá umboðsmanni í apríl í fyrra sem aldrei var svarað. Í svari við nýju erindi umboðsmanns kveðst ráðuneytið hafa gripið til ráðstafana til að tryggja að öllum erindum verði svarað innan tilskilins frests. Þá er það mat ráðuneytisins að núverandi fyrirkomulag réttindagæslunnar, sem tók breytingum um áramót, sé fullnægjandi til að tryggja viðhlítandi samfellu í þjónustu við fatlað fólk Á dögunum sagði fréttastofa frá því að félagsmálaráðuneytið hafi trassað í marga mánuði að svara erindi umboðsmanns í tengslum við fyrirkomulag réttindagæslunnar. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa síðan gert alvarlegar athugasemdir við breytt fyrirkomulag réttindagæslunnar og framkvæmd breytingann, en um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum hennar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. Í svari ráðuneytisins við nýju erindi umboðsmanns sem fréttastofa hefur undir höndum er ítrekað að ráðstafanir ráðuneytisins séu viðbragð við ákvörðunum Alþingis. Það var Alþingi sem ákvað með lögum að leggja niður réttindagæsluna í þeirri mynd sem hún var og einnig að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun Íslands sem annars á að taka við þeim verkefnum réttindagæslunnar sem ekki færast til sýslumanns. Fjögurra mánaða gat afleiðing ákvörðunar Alþingis Við ákvörðun Alþingis um að fresta lögum um Mannréttindastofnun fram á vor var áréttað af hálfu þingsins að störf réttindagæslumanna skildu engu að síður lögð niður um áramótin. Við þetta myndaðist fjögurra mánaða gat og var ráðuneytinu falið að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu við fatlað fólk sem þarf á réttindagæslunni að halda. „Til að brúa bilið vegna frestunar Alþingis á gildistöku laganna réð félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tímabundið til starfa sérfræðinga hjá Samskiptastöðinni sem hafa þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks og menntun sem nýtist í starfi. Var það mat ráðuneytisins að slíkt fyrirkomulag yrði best til þess fallið að tryggja að þjónustan yrði samfelld og ekki yrði á henni rof,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins til umboðsmanns. Nánar er jafnframt fjallað um fyrirkomulagið í tilkynningu á vef ráðuneytisins sem birt var í síðustu viku. Meðal þess sem umboðsmaður kallaði einnig eftir svörum við er það hvernig svæðisbundinni þjónustu við skjólstæðinga réttindagæslunnar sé háttað. Ráðuneytið segir í svari sínu að þeir réttindagæslumenn sem nú starfa tímabundið sem slíkir veiti þjónustu um allt land og þeir færi starfsstöðvar sínar til ef þurfa þykir. Þá áréttar ráðuneytið jafnframt að í lögum um Mannréttindastofnun sé gert ráð fyrir að svæðisskiptin réttindagæslumanna skuli aflögð og ráðuneytið hafi unnið í samræmi við það. Ber fyrir sig tímaskort Meðal þess sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert athugasemdir við er ákvörðun ráðuneytisins um að ráða til sín starfsfólk frá Samskiptastöðinni, án auglýsingar, og hafa velt því upp hvernig ráðstöfunin samræmist lögum um auglýsingar starfa hjá hinu opinbera og fyrirmælum laga um þekkingu, reynslu og menntun þeirra sem gæta réttindagæslu fatlaðs fólks. Í þessu sambandi nefnir ráðuneytið í sínu svari til umboðsmanns að ein af þeim breytingum sem samþykkt laganna um Mannréttindastofnun feli í sér sé brottfall ákvæðis um að leita skuli umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks í tengslum við ráðningar réttindagæslumanna. Þannig hafi það verið mat ráðuneytisins, einkum í ljósi þess að gildistöku laganna um Mannréttindastofnun hafi verið frestað með skömmum fyrirvara, að ekki hafi verið nægur tími fyrir hendi til að afla umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks vegna tímabundinnar ráðningar nýrra réttindagæslumanna sem grípa þurfti til til að brúa tímabilið þar til Mannréttindastofnun tekur til starfa. „Í því sambandi var enn fremur litið til þess að ráðningum er ætlað að standa í skamman tíma, auk þess sem ráðuneytið hafði völ á sérfræðingum til stafa við réttindagæslu sem hafa bæði menntun, þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks líkt og lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 gera ráð fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Lítur ráðuneytið svo á að umræddar ráðningar starfsfólks Samskiptamiðstöðvarinnar samrýmist lögum. Áhersla á að svara samdægurs Fram kemur einnig í svarinu til umboðsmanns, sem og í tilkynningu ráðuneytisins, að frá því að breytt fyrirkomulag tók gildi í kringum áramót hafi starfandi réttindagæslumenn móttekið 68 erindi sem öll hafi verið sett í ferli. Áhersla sé lögð á að svara samdægurs eða við fyrsta tækifæri og þá sé öllum þeim málum sem fyrri réttindagæslumenn sinntu áður verið komið í hendur nýrra réttindagæslumanna. Fram kemur einnig að sumum erindum til réttindagæslu ljúki með leiðbeiningaskyldu eða fræðslu. Mál þar sem þjónustu er talið ábótavant eða þar sem grunur er um brot á réttindum fatlaðs fólks fá stöðu réttindagæslumáls. Slík mál voru 46 í málaskrá fyrir helgi og eru þau öll sögð í vinnslu hjá réttindagæslumönnum. Þá fylgist réttindagæslumenn einnig með málum eftir að þeim hafi verið vísað annað og voru 103 slík mál í eftirfylgd. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Stjórnsýsla Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Á dögunum sagði fréttastofa frá því að félagsmálaráðuneytið hafi trassað í marga mánuði að svara erindi umboðsmanns í tengslum við fyrirkomulag réttindagæslunnar. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa síðan gert alvarlegar athugasemdir við breytt fyrirkomulag réttindagæslunnar og framkvæmd breytingann, en um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum hennar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. Í svari ráðuneytisins við nýju erindi umboðsmanns sem fréttastofa hefur undir höndum er ítrekað að ráðstafanir ráðuneytisins séu viðbragð við ákvörðunum Alþingis. Það var Alþingi sem ákvað með lögum að leggja niður réttindagæsluna í þeirri mynd sem hún var og einnig að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun Íslands sem annars á að taka við þeim verkefnum réttindagæslunnar sem ekki færast til sýslumanns. Fjögurra mánaða gat afleiðing ákvörðunar Alþingis Við ákvörðun Alþingis um að fresta lögum um Mannréttindastofnun fram á vor var áréttað af hálfu þingsins að störf réttindagæslumanna skildu engu að síður lögð niður um áramótin. Við þetta myndaðist fjögurra mánaða gat og var ráðuneytinu falið að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu við fatlað fólk sem þarf á réttindagæslunni að halda. „Til að brúa bilið vegna frestunar Alþingis á gildistöku laganna réð félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tímabundið til starfa sérfræðinga hjá Samskiptastöðinni sem hafa þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks og menntun sem nýtist í starfi. Var það mat ráðuneytisins að slíkt fyrirkomulag yrði best til þess fallið að tryggja að þjónustan yrði samfelld og ekki yrði á henni rof,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins til umboðsmanns. Nánar er jafnframt fjallað um fyrirkomulagið í tilkynningu á vef ráðuneytisins sem birt var í síðustu viku. Meðal þess sem umboðsmaður kallaði einnig eftir svörum við er það hvernig svæðisbundinni þjónustu við skjólstæðinga réttindagæslunnar sé háttað. Ráðuneytið segir í svari sínu að þeir réttindagæslumenn sem nú starfa tímabundið sem slíkir veiti þjónustu um allt land og þeir færi starfsstöðvar sínar til ef þurfa þykir. Þá áréttar ráðuneytið jafnframt að í lögum um Mannréttindastofnun sé gert ráð fyrir að svæðisskiptin réttindagæslumanna skuli aflögð og ráðuneytið hafi unnið í samræmi við það. Ber fyrir sig tímaskort Meðal þess sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert athugasemdir við er ákvörðun ráðuneytisins um að ráða til sín starfsfólk frá Samskiptastöðinni, án auglýsingar, og hafa velt því upp hvernig ráðstöfunin samræmist lögum um auglýsingar starfa hjá hinu opinbera og fyrirmælum laga um þekkingu, reynslu og menntun þeirra sem gæta réttindagæslu fatlaðs fólks. Í þessu sambandi nefnir ráðuneytið í sínu svari til umboðsmanns að ein af þeim breytingum sem samþykkt laganna um Mannréttindastofnun feli í sér sé brottfall ákvæðis um að leita skuli umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks í tengslum við ráðningar réttindagæslumanna. Þannig hafi það verið mat ráðuneytisins, einkum í ljósi þess að gildistöku laganna um Mannréttindastofnun hafi verið frestað með skömmum fyrirvara, að ekki hafi verið nægur tími fyrir hendi til að afla umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks vegna tímabundinnar ráðningar nýrra réttindagæslumanna sem grípa þurfti til til að brúa tímabilið þar til Mannréttindastofnun tekur til starfa. „Í því sambandi var enn fremur litið til þess að ráðningum er ætlað að standa í skamman tíma, auk þess sem ráðuneytið hafði völ á sérfræðingum til stafa við réttindagæslu sem hafa bæði menntun, þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks líkt og lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 gera ráð fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Lítur ráðuneytið svo á að umræddar ráðningar starfsfólks Samskiptamiðstöðvarinnar samrýmist lögum. Áhersla á að svara samdægurs Fram kemur einnig í svarinu til umboðsmanns, sem og í tilkynningu ráðuneytisins, að frá því að breytt fyrirkomulag tók gildi í kringum áramót hafi starfandi réttindagæslumenn móttekið 68 erindi sem öll hafi verið sett í ferli. Áhersla sé lögð á að svara samdægurs eða við fyrsta tækifæri og þá sé öllum þeim málum sem fyrri réttindagæslumenn sinntu áður verið komið í hendur nýrra réttindagæslumanna. Fram kemur einnig að sumum erindum til réttindagæslu ljúki með leiðbeiningaskyldu eða fræðslu. Mál þar sem þjónustu er talið ábótavant eða þar sem grunur er um brot á réttindum fatlaðs fólks fá stöðu réttindagæslumáls. Slík mál voru 46 í málaskrá fyrir helgi og eru þau öll sögð í vinnslu hjá réttindagæslumönnum. Þá fylgist réttindagæslumenn einnig með málum eftir að þeim hafi verið vísað annað og voru 103 slík mál í eftirfylgd.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Stjórnsýsla Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira