Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:37 West sagðist bæði elska konuna sína og drottna yfir henni. Þá viðurkenndi hann að hafa gengið í skrokk á konu. Getty/Ye á X Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu. X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu.
X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira