Innlent

Borgar­stjóri tjáir sig um á­kvörðunina

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf. vísir

Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir útspil formanns Flokks fólksins hafa komið verulegu á óvart enda sé það tengt atburðum sem tengjast borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti. Samstarf flokkana tveggja hafi verið mjög gott, málefnalegur samhljómur mikill og meirihlutaviðræður gengið vel.

Formaður Krabbameinsfélags Austfjarða skorar á stjórnvöld að bregðast hraðar við lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Nauðsynlegt sé að tryggja sjúkraflug. Mannslíf séu í húfi.

Þetta og fleira í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×