Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2025 20:50 Guðrún Hafsteinsdóttir býður fram krafta sína til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag. Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira