Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 7. febrúar 2025 14:33 Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun