Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 06:54 Framganga og yfirlýsingar Donald Trump frá því að hann tók embætti hafa vakið mikla óvissu og ugg vestanhafs. Getty/Alex Wong Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira