Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:44 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, tekur fyrir að hún eða starfsmaður ráðuneytisins hafi um helgina gefið kennurum vilyrði fyrir launahækkunum en síðan dregið loforðið til baka. Orðrómur þess efnis hefur gengið og hefur stjórnarandstaðan krafist svara frá forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að kjaradeila kennara hafi verið rædd í ríkisstjórn Íslands og leitað leiða til að liðka fyrir sátt í deilunni, svo sem með því að flýta virðismati starfa eða almennum aðgerðum í menntamálum. „Að gefnu tilefni vekur mennta- og barnamálaráðuneytið athygli á því að ráðherra og ráðuneytið eru ekki aðilar að kjarasamningum kennara. Hvorki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, né starfsmaður á hennar vegum hefur boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Ásthildur hafi hitt forystu Kennarasambandsins á fundi síðastliðinn fimmtudag ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, Daða Már Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra sem og með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heyrðu af loforði um tveggja prósenta hækkun Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja kröfðu forsætisráðherra um svör í tilkynningu sem þau sendu fyrr í dag. „Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu,“ sagði í tilkynningu stjórnarandstöðunnar. Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Orðrómur þess efnis hefur gengið og hefur stjórnarandstaðan krafist svara frá forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að kjaradeila kennara hafi verið rædd í ríkisstjórn Íslands og leitað leiða til að liðka fyrir sátt í deilunni, svo sem með því að flýta virðismati starfa eða almennum aðgerðum í menntamálum. „Að gefnu tilefni vekur mennta- og barnamálaráðuneytið athygli á því að ráðherra og ráðuneytið eru ekki aðilar að kjarasamningum kennara. Hvorki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, né starfsmaður á hennar vegum hefur boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Ásthildur hafi hitt forystu Kennarasambandsins á fundi síðastliðinn fimmtudag ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, Daða Már Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra sem og með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heyrðu af loforði um tveggja prósenta hækkun Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja kröfðu forsætisráðherra um svör í tilkynningu sem þau sendu fyrr í dag. „Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu,“ sagði í tilkynningu stjórnarandstöðunnar.
Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira