Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 17:01 Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Sif Huld Albertsdóttir Sjúkraflutningar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun