Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2025 15:33 Í yfirstandandi verkfalli kennara í leikskólum og grunnskólum sker það í augu að fulltrúar bæjar– og sveitarstjórna í landinu hafa ekki burði til takast á við það verkefni sem þeim ber skylda til þ.e. að halda skólastarfi gangandi í landinu. Sökum lélegra launakjara hafa margir hæfir kennarar horfið til annara starfa. Skilningur fulltrúa sveitarfélaga á þessari stöðu virðist takmarkaður og skilaboð margra þeirra til kennara og samfélagsins bera því miður vitni um vanvirðingu á mikilvægi skólastarfs. Þetta er ekkert nýtt og þegar skeytasendingar frá ýmsum fulltrúum sveitarstjórna í garð kennara eru lesin verður ekki hjá því komist að rifja upp umræður fræðslunefndarinnar í Bervík í Heimsljósi eftir Halldór Laxness en þar hafði kennarinn, Ólafur Kárason, Ljósvíkingur, sótt um að fá mó og eldspýtur til að halda hita á híbýlum sínum og í skólanum. Lýsing Laxness á fundi fræðslunefndar um þessa ósk er í senn kostuleg og nöturleg. Í fræðslunefndinni voru hreppstjórinn, sóknarpresturinn og Þórður á Horni, „alt gamlir Bervíkingar og strigamunnar og altaðþví hrímþursar.“ Presturinn lifði í fornum fræðum og hafði „aungvan áhuga á daglegu lífi.“ Þórður á Horni var með hugann fullan af stórslysum og hreppstjórinn var gæddur embættislegri virðingu sem var þó aðeins á yfirborðinu. Þegar þessir menn hittust var lítil von á að þeir hlustuðu hver á annan og því síður á kennarann sem átti heilsu sína og skólabarnanna undir þessum mönnum. Eða með orðum Laxness: „Þegar þessir menn voru komnir allir saman var eins og þrír daufir hefðu mæst; þeir virtust ekki heldur sjá hver annan; í sömu stofu töluðu þeir eins og menn hver á sínu landshorni, sem hafa aldrei sést og mun aldrei sjást, hafa aldrei heyrt hvers annan rödd, ekki einusinni heyrt hvers annars getið; samt verkuðu þeir allir sem einn maður.“ (bls. 147) Það þarf varla að taka fram að hér er um að ræða skáldaða sviðsetningu á fundi sem gæti hafa átt sér stað einhvers staðar á Vestfjörðum fyrir meira en 100 árum síðan. En gæti verið raunveruleikinn í dag sé jafn fáránlegur og skáldskapur um stöðu skólamála á Vestfjörðum á fyrri hluta 20 aldar? Hér verða dregnar fram nokkrar hliðstæður. Á fræðslunefndarfundinum í Heimsljósi ásakaði presturinn kennarann fyrir að stela mó til að kynda upp skólann. Í október sl. þegar verkfall kennara var í undirbúningi voru skilaboð borgarstjórans í Reykjavík til lausnar deilunni sem upp var kominn að kennarar væru hyskin og löt stétt: „Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru hans eigin orð á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Hann neyddist síðar til að biðjast afsökunar á ummælum sínum en skaðinn var samt skeður og aðrir forsvarsmenn sveitarfélaga tóku upp þráðinn og héldu áfram að höggva í sama knérunn. Í stað þess að einbeita sér að ná samingum við kennara hefur Samband íslenskra sveitarfélaga höfðað mál fyrir Félagsdómi til að fá kennaraverkföll dæmd ólögleg og formaður fræðslunefndar Skagafjarðar lagði lykkju á leið sína til að koma höggi á kennara og stendur að málsókn gegn verkföllum kennara í Héraðsdómi. Eins og í Bervík forðum þá tala fulltrúar í Sambandi íslenskra sveitarfélagi eins og menn hver á sínu landshorni. Í fjölmiðlum birtast fullyrðingar um þar ráði flokkshagsmunir afstöðu manna en ekki þeir hagsmunir sem felast í að mennta skólabörn. Í stað þess að semja við kennara reyna sum sveitarfélög að útvega sér afleysingakennara til að bregðast við kennaraskortinum. Nýverið auglýsti bæjarfélag á höfuðborgarsvæðinu eftir kennurum með eftirfarandi hætti: „Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Auglýsingin var að sönnu dregin til baka eftir mótmæli kennara og mistökum kennt um. En mistök sveitarfélaga í samskiptum við kennara eru orðin það mörg að þau mynda ákveðið mynstur fálætis og vanhæfni sem erfitt virðist vera að vinda ofan af. Það vekur mikil vonbrigði að framkoma fulltrúa sveitarfélaga við kennarastéttina skuli endurspegla meira en aldargömul viðhorf sem einkennast af fálæti, þröngsýni og fordómum. Menntun skólabarna er fjöregg okkar samfélags. Lærdómurinn af verkfalli kennara og viðbrögðum sveitarfélaga við því er sá að ræða þarf í alvöru hvort flytja eigi grunnskólann frá sveitarfélögunum til baka til ríkisvaldsins. Við sem þjóð getum ekki búið við það að viðhorf „hrímþursa“ frá ofanverðri 20. öld ráði stefnu sveitarfélaga gagnvart kennurum á árinu 2025. Höfundur hefur stundað ýmis kennslu- og stjórnunarstörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi verkfalli kennara í leikskólum og grunnskólum sker það í augu að fulltrúar bæjar– og sveitarstjórna í landinu hafa ekki burði til takast á við það verkefni sem þeim ber skylda til þ.e. að halda skólastarfi gangandi í landinu. Sökum lélegra launakjara hafa margir hæfir kennarar horfið til annara starfa. Skilningur fulltrúa sveitarfélaga á þessari stöðu virðist takmarkaður og skilaboð margra þeirra til kennara og samfélagsins bera því miður vitni um vanvirðingu á mikilvægi skólastarfs. Þetta er ekkert nýtt og þegar skeytasendingar frá ýmsum fulltrúum sveitarstjórna í garð kennara eru lesin verður ekki hjá því komist að rifja upp umræður fræðslunefndarinnar í Bervík í Heimsljósi eftir Halldór Laxness en þar hafði kennarinn, Ólafur Kárason, Ljósvíkingur, sótt um að fá mó og eldspýtur til að halda hita á híbýlum sínum og í skólanum. Lýsing Laxness á fundi fræðslunefndar um þessa ósk er í senn kostuleg og nöturleg. Í fræðslunefndinni voru hreppstjórinn, sóknarpresturinn og Þórður á Horni, „alt gamlir Bervíkingar og strigamunnar og altaðþví hrímþursar.“ Presturinn lifði í fornum fræðum og hafði „aungvan áhuga á daglegu lífi.“ Þórður á Horni var með hugann fullan af stórslysum og hreppstjórinn var gæddur embættislegri virðingu sem var þó aðeins á yfirborðinu. Þegar þessir menn hittust var lítil von á að þeir hlustuðu hver á annan og því síður á kennarann sem átti heilsu sína og skólabarnanna undir þessum mönnum. Eða með orðum Laxness: „Þegar þessir menn voru komnir allir saman var eins og þrír daufir hefðu mæst; þeir virtust ekki heldur sjá hver annan; í sömu stofu töluðu þeir eins og menn hver á sínu landshorni, sem hafa aldrei sést og mun aldrei sjást, hafa aldrei heyrt hvers annan rödd, ekki einusinni heyrt hvers annars getið; samt verkuðu þeir allir sem einn maður.“ (bls. 147) Það þarf varla að taka fram að hér er um að ræða skáldaða sviðsetningu á fundi sem gæti hafa átt sér stað einhvers staðar á Vestfjörðum fyrir meira en 100 árum síðan. En gæti verið raunveruleikinn í dag sé jafn fáránlegur og skáldskapur um stöðu skólamála á Vestfjörðum á fyrri hluta 20 aldar? Hér verða dregnar fram nokkrar hliðstæður. Á fræðslunefndarfundinum í Heimsljósi ásakaði presturinn kennarann fyrir að stela mó til að kynda upp skólann. Í október sl. þegar verkfall kennara var í undirbúningi voru skilaboð borgarstjórans í Reykjavík til lausnar deilunni sem upp var kominn að kennarar væru hyskin og löt stétt: „Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ voru hans eigin orð á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Hann neyddist síðar til að biðjast afsökunar á ummælum sínum en skaðinn var samt skeður og aðrir forsvarsmenn sveitarfélaga tóku upp þráðinn og héldu áfram að höggva í sama knérunn. Í stað þess að einbeita sér að ná samingum við kennara hefur Samband íslenskra sveitarfélaga höfðað mál fyrir Félagsdómi til að fá kennaraverkföll dæmd ólögleg og formaður fræðslunefndar Skagafjarðar lagði lykkju á leið sína til að koma höggi á kennara og stendur að málsókn gegn verkföllum kennara í Héraðsdómi. Eins og í Bervík forðum þá tala fulltrúar í Sambandi íslenskra sveitarfélagi eins og menn hver á sínu landshorni. Í fjölmiðlum birtast fullyrðingar um þar ráði flokkshagsmunir afstöðu manna en ekki þeir hagsmunir sem felast í að mennta skólabörn. Í stað þess að semja við kennara reyna sum sveitarfélög að útvega sér afleysingakennara til að bregðast við kennaraskortinum. Nýverið auglýsti bæjarfélag á höfuðborgarsvæðinu eftir kennurum með eftirfarandi hætti: „Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Auglýsingin var að sönnu dregin til baka eftir mótmæli kennara og mistökum kennt um. En mistök sveitarfélaga í samskiptum við kennara eru orðin það mörg að þau mynda ákveðið mynstur fálætis og vanhæfni sem erfitt virðist vera að vinda ofan af. Það vekur mikil vonbrigði að framkoma fulltrúa sveitarfélaga við kennarastéttina skuli endurspegla meira en aldargömul viðhorf sem einkennast af fálæti, þröngsýni og fordómum. Menntun skólabarna er fjöregg okkar samfélags. Lærdómurinn af verkfalli kennara og viðbrögðum sveitarfélaga við því er sá að ræða þarf í alvöru hvort flytja eigi grunnskólann frá sveitarfélögunum til baka til ríkisvaldsins. Við sem þjóð getum ekki búið við það að viðhorf „hrímþursa“ frá ofanverðri 20. öld ráði stefnu sveitarfélaga gagnvart kennurum á árinu 2025. Höfundur hefur stundað ýmis kennslu- og stjórnunarstörf.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun