Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 14:55 Stjórnmálaflokkurinn Vinir Kópavogs spratt upp úr samnefndum grasrótarsamtökum árið 2022. Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“ Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“
Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira