Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2025 13:25 Stefán Einar vakti mikla athygli á árinu fyrir kosningaumfjöllun sína. Vísir/Vilhelm Arna, Sky Lagoon, Stefán Einar Stefánsson, Elko og Alfreð voru verðlaunuð sem bestu íslensku vörumerkin árið 2024 við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vörumerkjastofunni Brandr sem hefur staðið að verðlaunaafhendingunni undanfarin ár. Persónubrandr ársins var Stefán Einar Stefánsson. Í umsögn segir að hann hafi markað sig sem beinskeyttan, traustan og gagnrýninn fjölmiðlamann. „Hann stendur fyrir vandaðri þjóðfélagsumræðu um viðskiptasiðferði og samfélagsmál með áherslu á að fyrirtæki og einstaklingar axli ábyrgð á því sem þeir gera ásamt því að vinna af fagmennsku og heiðarleika. Stefán Einar hefur verið áberandi í fjölmiðlum og hlaðvörpum á síðasta ári þar sem hann hefur hlotið ýmis viðurnefni allt frá sesamfræinu til siðlausa siðfræðingsins. En þess ber að geta að sterk vörumerki tala ekki til allra, þau þekkja og höfða til síns markhóps og það hefur Stefán Einar gert vel.“ Stefán Einar með verðlaun sín. Stefán Einar fagnar verðlaununum í Facebook-færslu og bendir á að með þeim feti hann í fótspor Herra hnetusmjörs og Prettyboitjokko sem hlutu verðlaunin árin á undan. Viðurkenning er veitt í fjórum flokkum og þau sem hlutu viðurkenningu í sínum flokki eru eftirfarandi vörumerki: Fyrirtækjamarkaður, Alfreð: „Alfreð er leiðandi fyrirtæki í atvinnumiðlun á Íslandi og þjónar bæði þeim sem eru í atvinnuleit sem og fyrirtækjum sem eru að auglýsa eftir starfskrafti. Alfreð nýtur trausts viðskiptavina og skarar fram úr með notendavænar lausnir. Alfreð hefur skapað sér sérstöðu með frábærri notendaupplifun, en það hefur skapað einstaka vörumerkjavitund sem gerir það að leiðandi vörumerki á markaði í dag.“ Anna Katrín Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri hjá Alfreð.Aðsend Einstaklingsmarkaður, Sky Lagoon: „Sky Lagoon leggur áherslu á slökun í einstöku íslensku umhverfi þar sem vönduð hönnun staðsetning og þjónusta spila lykilhlutverk í upplifun sem aðgreinir Sky Lagoon á markaði. Vörumerkið nær að kalla fram sterkar tilfinningalegar tengingar við viðskiptavini og meðal annars þess vegna skarar það fram úr öðrum vörumerkjum. Sérstök staðsetning þess við sjóinn og áhersla þess á sögu og náttúru Íslands eykur á sérstöðu þess og býr einstaka upplifun fyrir bæði Íslendinga og ferðamenn.“ Lykilkonur hjá Sky Lagoon. Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir, Helga María Albertsdóttir, Ása Valdimarsdóttir og Mariane Úlfarsdóttir. Einstaklingsmarkaður, Arna: „Arna er mjólkurvinnsla í Bolungarvík sem hefur þá skýru sérstöðu á markaði að framleiða íslenskar gæða mjólkurvörur án laktósa. Með þessari sterku aðgreiningu hefur hún brotið ísinn á annars stöðnuðum markaði. Vörumerkið hefur sterka tengingu við hollustu og hreinleika. Arna er dugleg í vöruþróun, leggur mikið upp úr gæðum og áreiðanleika. Arna þekkir sinn markhóp vel sem og er hann vörumerkinu trúr og treystir henni 100%.“ Arna Hálfdánardóttir markaðsstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd Örnu. Vörumerki vinnustaðar, ELKO: „Hjá ELKO ríkir sterk liðsheild í góðu og líflegu starfsumhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á vellíðan og tækifæri til þróunar í starfi. ELKO skarar fram úr sem vinnustaðar einkum vegna þess að þar fá starfsmenn tækifæri til að læra, vaxa og taka ábyrgð í starfi. Þessi þáttur hefur mikil áhrif á starfsánægju og stolt starfsmanna. Það er áhugaverð staðreynd að 80% af stjórnendum ELKO byrjuðu á gólfinu og hafa unnið sig upp innan fyrirtækisins.“ Lykilfólk hjá Elko fagnaði viðurkenningunni. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Persónubrandr ársins var Stefán Einar Stefánsson. Í umsögn segir að hann hafi markað sig sem beinskeyttan, traustan og gagnrýninn fjölmiðlamann. „Hann stendur fyrir vandaðri þjóðfélagsumræðu um viðskiptasiðferði og samfélagsmál með áherslu á að fyrirtæki og einstaklingar axli ábyrgð á því sem þeir gera ásamt því að vinna af fagmennsku og heiðarleika. Stefán Einar hefur verið áberandi í fjölmiðlum og hlaðvörpum á síðasta ári þar sem hann hefur hlotið ýmis viðurnefni allt frá sesamfræinu til siðlausa siðfræðingsins. En þess ber að geta að sterk vörumerki tala ekki til allra, þau þekkja og höfða til síns markhóps og það hefur Stefán Einar gert vel.“ Stefán Einar með verðlaun sín. Stefán Einar fagnar verðlaununum í Facebook-færslu og bendir á að með þeim feti hann í fótspor Herra hnetusmjörs og Prettyboitjokko sem hlutu verðlaunin árin á undan. Viðurkenning er veitt í fjórum flokkum og þau sem hlutu viðurkenningu í sínum flokki eru eftirfarandi vörumerki: Fyrirtækjamarkaður, Alfreð: „Alfreð er leiðandi fyrirtæki í atvinnumiðlun á Íslandi og þjónar bæði þeim sem eru í atvinnuleit sem og fyrirtækjum sem eru að auglýsa eftir starfskrafti. Alfreð nýtur trausts viðskiptavina og skarar fram úr með notendavænar lausnir. Alfreð hefur skapað sér sérstöðu með frábærri notendaupplifun, en það hefur skapað einstaka vörumerkjavitund sem gerir það að leiðandi vörumerki á markaði í dag.“ Anna Katrín Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri hjá Alfreð.Aðsend Einstaklingsmarkaður, Sky Lagoon: „Sky Lagoon leggur áherslu á slökun í einstöku íslensku umhverfi þar sem vönduð hönnun staðsetning og þjónusta spila lykilhlutverk í upplifun sem aðgreinir Sky Lagoon á markaði. Vörumerkið nær að kalla fram sterkar tilfinningalegar tengingar við viðskiptavini og meðal annars þess vegna skarar það fram úr öðrum vörumerkjum. Sérstök staðsetning þess við sjóinn og áhersla þess á sögu og náttúru Íslands eykur á sérstöðu þess og býr einstaka upplifun fyrir bæði Íslendinga og ferðamenn.“ Lykilkonur hjá Sky Lagoon. Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir, Helga María Albertsdóttir, Ása Valdimarsdóttir og Mariane Úlfarsdóttir. Einstaklingsmarkaður, Arna: „Arna er mjólkurvinnsla í Bolungarvík sem hefur þá skýru sérstöðu á markaði að framleiða íslenskar gæða mjólkurvörur án laktósa. Með þessari sterku aðgreiningu hefur hún brotið ísinn á annars stöðnuðum markaði. Vörumerkið hefur sterka tengingu við hollustu og hreinleika. Arna er dugleg í vöruþróun, leggur mikið upp úr gæðum og áreiðanleika. Arna þekkir sinn markhóp vel sem og er hann vörumerkinu trúr og treystir henni 100%.“ Arna Hálfdánardóttir markaðsstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd Örnu. Vörumerki vinnustaðar, ELKO: „Hjá ELKO ríkir sterk liðsheild í góðu og líflegu starfsumhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á vellíðan og tækifæri til þróunar í starfi. ELKO skarar fram úr sem vinnustaðar einkum vegna þess að þar fá starfsmenn tækifæri til að læra, vaxa og taka ábyrgð í starfi. Þessi þáttur hefur mikil áhrif á starfsánægju og stolt starfsmanna. Það er áhugaverð staðreynd að 80% af stjórnendum ELKO byrjuðu á gólfinu og hafa unnið sig upp innan fyrirtækisins.“ Lykilfólk hjá Elko fagnaði viðurkenningunni.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira