Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 12:13 Frá Stöðvarfirði í morgun. Garðar Harðar Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar
Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37