Innlent

Stefnu­ræðu frestað til mánu­dags

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kristrún Frostadóttir verður með sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á mánudag.
Kristrún Frostadóttir verður með sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á mánudag. Vísir/Vilhelm

Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs.

Þetta kemur fram á vef Alþingis

Þar segir að umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, sem átti að vera kl. 19:40 miðvikudaginn 5. febrúar, verði í staðinn mánudaginn 10. febrúar á sama tíma og með sama fyrirkomulagi og áður hafði verið kynnt.

Þá kemur einnig fram að ekkert verði af þingfundi í dag og að regluleg þingstörf hefjist þriðjudaginn 11. febrúar.

Ræðumenn og dagskrá

Umræður um stefnuræðu skiptast í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu í stefnuræðu sinni. Aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð en í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. 

Röð flokkanna í umræðunum og ræðumenn þeirra eru eftirfarandi:

Samfylkingin

  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð
  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð

Sjálfstæðisflokkur

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð
  • Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð

Viðreisn

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð
  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð

Miðflokkurinn

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð
  • Sigríður Á. Andersen, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Flokkur fólksins

  • Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð
  • Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Framsóknarflokkur

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð
  • Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×