Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 18:20 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira