Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 18:20 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira