Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 21:29 Maðurinn var grunaður í málinu eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum sem sáust í öryggismyndavélum. Myndin er úr safni. Getty Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels