Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2025 10:46 Sigurður Ragnar Kristinsson er meðal þeirra sem handteknir voru vegna málsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu og dómstóla. Vísir/Vilhelm Allir sakborningar í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar hér á landi neita sök. Einn þeirra ber fyrir sig skort á sakhæfi, sem er harla óalgengt í fíkniefnabrotamálum. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt ákæru eru þeir Sigurður Ragnar Kristinsson, Sigfús Bergmann Svavarsson, Baldur Þór Sigurðarson og Agurim Xixa ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem þeir hafi sammælst um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,7 kílóum af metamfetamín kristöllum, með 81 prósenta styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent af amfetamínklóríði, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Tvö ákærð fyrir hlutdeild Efnin hafi verið falin í bifreið sem kom til landsins þann 11. október í fyrra með flutningaskipi frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla hafi lagt hald á fíkniefnin og skipt þeim út fyrir gerviefni áður en bifreiðin var afhent þeim Sigfúsi, Baldri og manni sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu þann 24. október og þeir fært Agurim bifreiðina. Hann hafi reynt árangurslaust að fjarlægja efnin en fært bifreiðina ásamt Sigurði að ótilgreindum stað þar sem Sigurður hafi fjarlægt efnin úr bifreiðinni. Hann hafi rétt þeim Agurim og konu, sem ákærð er fyrir hlutdeild, efnin sem hafi borið þau inni í nærliggjandi hesthús. Öll neituðu sök og einn olli uppnámi með matsbeiðni Sem áður segir neituðu allir sakborningar sök í málinu. Fjórir þeirra sæta gæsluvarðhaldi, þeir mættu ekki í dómsal heldur fylgdust með gangi mála með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Tveir hlutdeildarmenn mættu í dómsal Flestir tjáðu sig ekkert frekar en verjandi ákærða Sigfúss óskaði eftir því að leggja fram matsbeiðni, sem kom nokkuð flatt upp á dómara, sækjanda og aðra verjendur. Verjandi hans óskaði eftir mati á andlegri heilsu hans og tjáði dómara að hann myndi halda uppi vörnum á grundvelli skorts á sakhæfi. Dómari virtist ekki ánægður með beiðnina enda myndi matsgerð tefja málið verulega á meðan fjórir sakborninga sitja í gæsluvarðhaldi. Sigurður á sakaferil að baki Sigurður Ragnar var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt ákæru eru þeir Sigurður Ragnar Kristinsson, Sigfús Bergmann Svavarsson, Baldur Þór Sigurðarson og Agurim Xixa ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem þeir hafi sammælst um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,7 kílóum af metamfetamín kristöllum, með 81 prósenta styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent af amfetamínklóríði, ætluðu til söludreifingar hér á landi. Tvö ákærð fyrir hlutdeild Efnin hafi verið falin í bifreið sem kom til landsins þann 11. október í fyrra með flutningaskipi frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla hafi lagt hald á fíkniefnin og skipt þeim út fyrir gerviefni áður en bifreiðin var afhent þeim Sigfúsi, Baldri og manni sem ákærður er fyrir hlutdeild í málinu þann 24. október og þeir fært Agurim bifreiðina. Hann hafi reynt árangurslaust að fjarlægja efnin en fært bifreiðina ásamt Sigurði að ótilgreindum stað þar sem Sigurður hafi fjarlægt efnin úr bifreiðinni. Hann hafi rétt þeim Agurim og konu, sem ákærð er fyrir hlutdeild, efnin sem hafi borið þau inni í nærliggjandi hesthús. Öll neituðu sök og einn olli uppnámi með matsbeiðni Sem áður segir neituðu allir sakborningar sök í málinu. Fjórir þeirra sæta gæsluvarðhaldi, þeir mættu ekki í dómsal heldur fylgdust með gangi mála með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Tveir hlutdeildarmenn mættu í dómsal Flestir tjáðu sig ekkert frekar en verjandi ákærða Sigfúss óskaði eftir því að leggja fram matsbeiðni, sem kom nokkuð flatt upp á dómara, sækjanda og aðra verjendur. Verjandi hans óskaði eftir mati á andlegri heilsu hans og tjáði dómara að hann myndi halda uppi vörnum á grundvelli skorts á sakhæfi. Dómari virtist ekki ánægður með beiðnina enda myndi matsgerð tefja málið verulega á meðan fjórir sakborninga sitja í gæsluvarðhaldi. Sigurður á sakaferil að baki Sigurður Ragnar var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira