Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 21:33 ,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun