„Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 21:18 „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ spyr Helga Þórisdóttir. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem eru myndaðir úr öryggismyndavélum bíla, líkt og úr Teslum, gætu átt heimtingu á því að sjá myndefnið sem sýnir það. Þá þyrfti eigandi bílsins að afhenda myndefnið, en gæti þurft að passa upp á að afmá persónuupplýsingar af öðrum einstaklingum. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“
Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira