Allir komnir í loftsteikingarofnana Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2025 14:44 Matargyðjan Nanna Rögnvaldardóttir hitti naglann á höfuðið þegar hún tók sig til og þýddi matreiðslubókina Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony. vísir/vilhelm Fyrsti bóksölulisti Félags íslenskra útgefenda er kominn út og nú er annað uppi á teningunum en skömmu fyrir jólin. Nú er fólk greinilega að læra á Air Fryer-græjuna sína. „Já. Á toppnum matreiðslubókin Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony í þýðingu matargyðjunnar Nönnu Rögnvaldardóttur. Hún trónir á toppnum,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fibut. Samkvæmt þessum lista hefur þjóðin sannarlega tekið loftsteikingarofnana upp á arma sína og virðast lítil takmörk á því hvað hægt er að galdra fram úr þessum græjum. „Þetta er fyrsta matreiðslubókin sérstaklega fyrir þessa eldunaraðferð sem kemur út á íslensku og miðað við vinsældir þessarar eldunaraðferðar eiga þær örugglega eftir að verða fleiri,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn er afar hnýsilegur á að líta. Almanak Háskóla Íslands situr í öðru sæti líkt og oft áður á þessum árstíma og splunkuný kiljuútgáfa einnar söluhæstu skáldsögu síðasta árs, Í skugga trjánna, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, situr í þriðja sæti. Bóksalar völdu hana einmitt skáldsögu ársins í fyrra og er nýjasta skáldsaga Guðrúnar örugglega sú sem hefur notið mestrar hylli bókakaupenda. Óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn á síðasta ári. Þá er athyglisvert að sjá bók Páls Valssonar, Vigdís - Kona verður forseti, bók sem kom út fyrir býsna löngu (2009) og má örugglega rekja áhuga lesenda til rómaðra þátta um Vigdísi sem voru á dagskrá RÚV fyrir skömmu. Benjamín Dúfa Friðriks Erlingssonar virðist svo vera á leslista einhvers menntaskólans að þessu sinni. Uppfært 5/2 klukkan 10:55 Athugist. Ranglega er haft eftir Bryndís að Létt og loftsteikt í Air Fryer sé fyrsta bókin sem fjallar um eldamennsku í loftsteikningarofni. Tómas Hansson setti sig í samband við Vísi og vildi vekja athygli á því að kona hans, Erla Steinunn Árnadóttir, hafi skrifað og gefið út bók sem heitir Eldað í Air Fryer. „Mér finnst mjög hallað á hana í þessum fréttaflutningi,“ segir Tómas. Sú bók hefur nú þegar selst í þúsund eintökum en hún kom út fyrir um tveimur árum. Og er þá þeirri ábendingu til haga haldið. Bóksölulistinn - 20 söluhæstu bækurnar í janúar: 1. Létt og loftsteikt í Air Fryer - Nathan Anthony, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir 2. Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson 3. Í skugga trjánna - kilja - Guðrún Eva Mínervudóttir 4. Leynigesturinn - Nita Prose, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 5. Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson 6. Kóngurinn af Ósi: Kóngsríkið 2 - Jo Nesbø, þýð. Bjarni Gunnarsson 7. Ótrúlega skynugar skepnur - Shelby van Pelt, þýð. Nanna Brynhildur Þórsdóttir 8. Ferðalok - kilja - Arnaldur Indriðason 9. Úr myrkrinu - kilja - Ragnheiður Gestsdóttir 10. Gestir - Hildur Knútsdóttir 11. Stjáni og stríðnispúkarnir 12 - Gistipúkar - Zanna Davidson, þýð. Jónína Ólafsdóttir 12. Tjörnin - Rán Flygenring 13. Litlir lærdómshestar-Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson 14. Horfin athygli - Johann Hari, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 15. Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal 16. Iceguys - Heiða Þorbergsdóttir 17. Sjálfsræktardagbókin 2025 - Inga, Helga og Margrét 18. Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson 19. Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm,þýð. Andri Karel Ásgeirsson 20. Vigdís - Kona verður forseti - Páll Valsson Bókaútgáfa Neytendur Tengdar fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Já. Á toppnum matreiðslubókin Létt og loftsteikt í Air Fryer eftir Nathan Anthony í þýðingu matargyðjunnar Nönnu Rögnvaldardóttur. Hún trónir á toppnum,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fibut. Samkvæmt þessum lista hefur þjóðin sannarlega tekið loftsteikingarofnana upp á arma sína og virðast lítil takmörk á því hvað hægt er að galdra fram úr þessum græjum. „Þetta er fyrsta matreiðslubókin sérstaklega fyrir þessa eldunaraðferð sem kemur út á íslensku og miðað við vinsældir þessarar eldunaraðferðar eiga þær örugglega eftir að verða fleiri,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn er afar hnýsilegur á að líta. Almanak Háskóla Íslands situr í öðru sæti líkt og oft áður á þessum árstíma og splunkuný kiljuútgáfa einnar söluhæstu skáldsögu síðasta árs, Í skugga trjánna, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, situr í þriðja sæti. Bóksalar völdu hana einmitt skáldsögu ársins í fyrra og er nýjasta skáldsaga Guðrúnar örugglega sú sem hefur notið mestrar hylli bókakaupenda. Óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn á síðasta ári. Þá er athyglisvert að sjá bók Páls Valssonar, Vigdís - Kona verður forseti, bók sem kom út fyrir býsna löngu (2009) og má örugglega rekja áhuga lesenda til rómaðra þátta um Vigdísi sem voru á dagskrá RÚV fyrir skömmu. Benjamín Dúfa Friðriks Erlingssonar virðist svo vera á leslista einhvers menntaskólans að þessu sinni. Uppfært 5/2 klukkan 10:55 Athugist. Ranglega er haft eftir Bryndís að Létt og loftsteikt í Air Fryer sé fyrsta bókin sem fjallar um eldamennsku í loftsteikningarofni. Tómas Hansson setti sig í samband við Vísi og vildi vekja athygli á því að kona hans, Erla Steinunn Árnadóttir, hafi skrifað og gefið út bók sem heitir Eldað í Air Fryer. „Mér finnst mjög hallað á hana í þessum fréttaflutningi,“ segir Tómas. Sú bók hefur nú þegar selst í þúsund eintökum en hún kom út fyrir um tveimur árum. Og er þá þeirri ábendingu til haga haldið. Bóksölulistinn - 20 söluhæstu bækurnar í janúar: 1. Létt og loftsteikt í Air Fryer - Nathan Anthony, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir 2. Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson 3. Í skugga trjánna - kilja - Guðrún Eva Mínervudóttir 4. Leynigesturinn - Nita Prose, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 5. Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson 6. Kóngurinn af Ósi: Kóngsríkið 2 - Jo Nesbø, þýð. Bjarni Gunnarsson 7. Ótrúlega skynugar skepnur - Shelby van Pelt, þýð. Nanna Brynhildur Þórsdóttir 8. Ferðalok - kilja - Arnaldur Indriðason 9. Úr myrkrinu - kilja - Ragnheiður Gestsdóttir 10. Gestir - Hildur Knútsdóttir 11. Stjáni og stríðnispúkarnir 12 - Gistipúkar - Zanna Davidson, þýð. Jónína Ólafsdóttir 12. Tjörnin - Rán Flygenring 13. Litlir lærdómshestar-Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson 14. Horfin athygli - Johann Hari, þýð. Hugrún H. Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson 15. Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal 16. Iceguys - Heiða Þorbergsdóttir 17. Sjálfsræktardagbókin 2025 - Inga, Helga og Margrét 18. Benjamín dúfa - Friðrik Erlingsson 19. Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm,þýð. Andri Karel Ásgeirsson 20. Vigdís - Kona verður forseti - Páll Valsson
Bókaútgáfa Neytendur Tengdar fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. 8. janúar 2025 10:03