Innlent

Kennarar hafna því að 20 prósenta launa­hækkun hafi verið í boði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kennaradeiluna en formaður KÍ segir ekkert til í því að þeim hafi staðið til boða 20 prósenta launahækkun. 

Formaðurinn segir að allt tal um slíkt sé aðeins leikur að tölum.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tekur vaxtaákvörðun á morgun og við hlerum markaðinn um hvað líklegast sé að gerist í Svörtuloftum í fyrramálið. 

Þá fjöllum við um boðaðar breytingar á löggjöf varðandi leigubíla. Inga Sæland segði í gær að stöðvaskyldan svokallaða verði endurvakin og við heyrum í forsvarsmönnum Hopp um stöðuna.

Í íþróttafréttum eru það svo þjálfaraskipti í Bónus deild karla sem verða fyrirferðarmest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×