„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 22:03 Þeir Guðmundur Kári Björnsson, Hákon Arnar Brynjarsson og Viktor Áki Bjarnason nemendur í skólum í verkföllum ætla að nota tímann vel meðan á þeim stendur. Þeir standa með kennurum. Vísir/Bjarni Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels