„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 22:03 Þeir Guðmundur Kári Björnsson, Hákon Arnar Brynjarsson og Viktor Áki Bjarnason nemendur í skólum í verkföllum ætla að nota tímann vel meðan á þeim stendur. Þeir standa með kennurum. Vísir/Bjarni Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira