Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 10:32 Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun