Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. febrúar 2025 07:20 Ekki tókst samkomulag um innanhússtillöguna sem ríkissáttasemjari lagði fram fyrir helgi. Vilhelm Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27
Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28