Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 21:04 „Samborgari ársins 2024“ í Rangárþingi ytra, Pálína S. Kristinsdóttir í söluskálanum sínum, sem heitir Landvegamót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra. Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira