Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 14:04 Frá fundinum á Hellu þar sem fólk spurði fjölmargra spurninga vegna verkefnisins og fékk svör til baka. Aðsend Landsvirkjun leitar nú logandi ljósi að gistingu fyrir starfsfólk sitt á Suðurlandi vegna mikilla framkvæmda á svæðinu næstu þrjú árin, ekki síst í kringum Búrfell og þar í kring. Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend
Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira