Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 07:33 Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í hverfi í Fíladelfíuborg. AP Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað. AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“ Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira