37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 18:01 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Arðsemi eiginfjár var 12,1 prósent, samanborið við 11,6 prósent árið 2023. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankaráð ætli að leggja til við aðalfund að tæplega nítján milljarðar króna verði greiddir í arð til hluthafa eða um helmingur hagnaðar síðasta árs. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir að öll markmið hafi náðst í fyrra og að fjórði ársfjórðungur hafi verið einn sá sterkasti í sögu bankans. Þá segir hún að heildareignir Landsbankans hafi aukist um meira en billjón króna, eða 1.083 milljarða á undanförnum tíu árum. Útlán Landsbankans jukust um 177 milljarða króna á síðasta ári, sem samsvarar um 10,8 prósentum. Þá jukust innlán um 180 milljarða eða 17,2 prósent. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar, uppgjörið, glærur og annað, hér á vef Landsbankans. „Góð rekstrarafkoma bankans byggir á traustum grunni. Á síðustu tíu árum hafa heildareignir bankans aukist um 1.083 milljarða króna og eigið fé um 74 milljarða króna, samhliða arðgreiðslum til eigenda samtals að upphæð 192 milljarðar króna. Kostnaður við rekstur bankans hefur verið stöðugur, stöðugildum hefur fækkað samhliða aukinni tæknivæðingu og rekstrarkostnaður sem hlutfall af stöðu heildareigna, sem er algengur mælikvarði á hagkvæmni banka, hefur aldrei verið lægri. Með þessu hefur samkeppnishæfni og slagkraftur bankans aukist sem gerir honum kleift að styðja enn betur við verðmætasköpun og fjárfestingar. Vaxtamunurinn lækkar á milli tímabila og bankinn er í aðstöðu til að bjóða betri kjör en um leið skila ásættanlegri arðsemi,“ segir Lilja í áðurnefndri tilkynningu. Hún segir einnig að kaup bankans á TM muni gefa fyrirtækinu mörg sóknarfæri, meðal bæði fyrirtækja og einstaklinga. „Við teljum að samþætting banka- og tryggingastarfsemi komi sér vel fyrir viðskiptavini, sé hagkvæm og feli í sér mörg tækifæri, eins og reynslan af slíkum rekstri víða í Evrópu hefur sýnt. Um leið munu kaupin fjölga tekjustoðum og styðja við arðsemi til framtíðar. Það er ekki síst markviss stefna bankans undanfarin ár, að bjóða viðskiptavinum um allt land framúrskarandi þjónustu, bæði með því að vera á staðnum og í gegnum frábært app og aðrar tæknilausnir, sem skapar tækifæri fyrir bankann og TM.“ Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Arðsemi eiginfjár var 12,1 prósent, samanborið við 11,6 prósent árið 2023. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankaráð ætli að leggja til við aðalfund að tæplega nítján milljarðar króna verði greiddir í arð til hluthafa eða um helmingur hagnaðar síðasta árs. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir að öll markmið hafi náðst í fyrra og að fjórði ársfjórðungur hafi verið einn sá sterkasti í sögu bankans. Þá segir hún að heildareignir Landsbankans hafi aukist um meira en billjón króna, eða 1.083 milljarða á undanförnum tíu árum. Útlán Landsbankans jukust um 177 milljarða króna á síðasta ári, sem samsvarar um 10,8 prósentum. Þá jukust innlán um 180 milljarða eða 17,2 prósent. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar, uppgjörið, glærur og annað, hér á vef Landsbankans. „Góð rekstrarafkoma bankans byggir á traustum grunni. Á síðustu tíu árum hafa heildareignir bankans aukist um 1.083 milljarða króna og eigið fé um 74 milljarða króna, samhliða arðgreiðslum til eigenda samtals að upphæð 192 milljarðar króna. Kostnaður við rekstur bankans hefur verið stöðugur, stöðugildum hefur fækkað samhliða aukinni tæknivæðingu og rekstrarkostnaður sem hlutfall af stöðu heildareigna, sem er algengur mælikvarði á hagkvæmni banka, hefur aldrei verið lægri. Með þessu hefur samkeppnishæfni og slagkraftur bankans aukist sem gerir honum kleift að styðja enn betur við verðmætasköpun og fjárfestingar. Vaxtamunurinn lækkar á milli tímabila og bankinn er í aðstöðu til að bjóða betri kjör en um leið skila ásættanlegri arðsemi,“ segir Lilja í áðurnefndri tilkynningu. Hún segir einnig að kaup bankans á TM muni gefa fyrirtækinu mörg sóknarfæri, meðal bæði fyrirtækja og einstaklinga. „Við teljum að samþætting banka- og tryggingastarfsemi komi sér vel fyrir viðskiptavini, sé hagkvæm og feli í sér mörg tækifæri, eins og reynslan af slíkum rekstri víða í Evrópu hefur sýnt. Um leið munu kaupin fjölga tekjustoðum og styðja við arðsemi til framtíðar. Það er ekki síst markviss stefna bankans undanfarin ár, að bjóða viðskiptavinum um allt land framúrskarandi þjónustu, bæði með því að vera á staðnum og í gegnum frábært app og aðrar tæknilausnir, sem skapar tækifæri fyrir bankann og TM.“
Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira