Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 31. janúar 2025 07:01 Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Enn fer formaður samninganefndar sveitarfélaga af stað. Nú síðast er haft eftir henni að samningur kennara sé svo gamaldags og þar sé hver mínúta niðurnjörvuð en aðrir háskólamenntaðir starfsmenn gangi bara í þau störf sem þarf helst að sinna og viti ekki endilega hvað hver dagur hefur í för með sér. Er konunni alvara? Veit hún ekki að mínútutalningin er til þess að vernda okkur gegn því að drukkna í botnlausum pytti verkefna. Til þess að hafa einhver mörk. Vita kennarar einhvern tímann hvernig dagurinn í vinnunni verður? Við erum með plan B, C og D alla daga og hún heldur að dagurinn okkar sé niðurnjörvaður. Kennari, réttu upp hönd ef: þú þurftir skyndilega að taka að þér aukahóp vegna forfalla. þú þurftir að endurskipuleggja kennslustund á leið í stofuna vegna þess að netið er dottið út. þú þurftir að græja þrjár kennslustundir á staðnum vegna þess að ferðinni sem bekkurinn átti að fara í var aflýst. þú þurftir að skiptast á við félaga að taka matarhlé vegna þess að það er gul viðvörun og allir nemendur inni. þú ert með leikrit eftir korter fyrir allan skólann og það vantar 5 nemendur vegna flensu en þú ert upptekin að reyna að stilla til friðar eftir slagsmál í frímínútum. þú eyddir frímínútunum í að finna stofu vegna þess að það er búið að loka hluta af skólanum sökum viðhalds. Þú endar með að kenna á ganginum. þú stóðst í klukkutíma með heilan bekk á strætóstöð vegna þess að strætó var fullsetinn. þú þurftir skyndilega að græja nýja smiðju vegna þess að borgin ákvað að henda út forritinu sem þú ætlaðir að nota. þú og nemendur þínir missa aðgang að verkefnum sínum vegna þess að forriti var lokað án fyrirvara. það er ekki pláss fyrir alla nemendur svo haustið er helgað útikennslu. þú endar með að kenna 49 nemendum ein vegna þess að samkennari þinn er upptekin við að sinna einum nemanda með alvarlegan vanda. eyðurnar þínar fara í forföll í stað undirbúnings vegna manneklu. göngutúrinn með hópnum þínum breyttist í "survival námskeið" vegna þess að einn missti alvarlega stjórn á hegðun sinni og kastaði grjóti í allar áttir. þú gekkst á milli til þess að stöðva barsmíðar og vonaðir að hnefinn endaði ekki í andlitinu á þér. þú horfðir fast í augu nemanda sem otaði vopni að þér og vonaðir að kennaraaugnaráð dygði. Ég nenni ekki að halda áfram með þetta, allir kennarar vita hvernig þetta er og geta örugglega bætt ótal atriðum við. Sumt af þessu er afleitt en sumt af þessu er hluti af því að ég elska kennslu í grunnskóla. Hver einasti dagur er sérstakur og ég veit aldrei hvernig hann verður. Ég skal svoleiðis bóka það að sérfræðingarnir í samninganefnd hafa aldrei upplifað slíka fjölbreytni í sinni vinnu. Annars skil ég engan veginn hvað formaðurinn á við, eigum við að hætta að hafa stundaskrá, bera ábyrgð á fagi eða bekk og bara fá að vita á morgnana hver vinnan er þann daginn? Ég legg til að samninganefnd sveitarfélaga hætti að stunda áróðursstríð í fjölmiðlum og einbeiti sér að finna leið til þess að standa við gerða samninga. Höfundur er kennari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun